Hér er síld við síld, á sjónum engin hvíld


Síldarþró við Stýrimannaskólann
Salvor setti inn þessa mynd.

Hérna er síldarþró við Stýrimannaskólann í kringum 1948 en þá veiddist svo mikil síld að það var vandamál að geyma hana.

Auglýsingar

Kirkjusandur – fiskvinnsla árið 1952


Kirkjusandur – fiskvinnsla 1952
Salvor setti inn þessa mynd.

Frystihús var rekið á Kirkjusandi. Hér er mynd sem var tekin árið 1952. Þegar ég var barn í Laugarnesi þá var frystihúsið nefnt hjá Júpiter og Mars.

Fiskvinnsla á Kirkjusandi 1910-1920


Fiskvinnsla á Kirkjusandi 1910-1920
Salvor setti inn þessa mynd.

Hér er dæmi um hvernig maður sendir mynd. ég er að sýna nemendum hérna í tíma í Kennó.

Guðrún Einarsdóttir eigandi Laugarness


laugarnes-gudrun-biskupsekkja
Salvor setti inn þessa mynd.

Guðrún Einarsdóttir, ekkja Jón Árnasonar(1665-1743) átti Laugarnes. Varðveitt er bréf þar sem Guðrún lýsir því yfir að Laugarnes sé hennar eign og öll landnýting þar sé óheimil nema með hennar samþykki.

Laugarnes var bændabýli þangað til árið 1885 þegar það var sameinað kaupstaðnum Reykjavík. Guðrún Einarsdóttir var dóttir Einar Þorsteinssonar Skálholtsbiskups. Hún giftist Jóni Árnason biskup árið 1703 þá 37 ára að aldri.
(BskjR: Laugarnesskjöl, landamerkjalýsingar og vitnisburðir: 1605-1884, aðfnr. 1359. )

Hver átti rekann á Kirkjusandi?

Í Oddgeirsmáldaga frá árinu 1379 segir m.a.:
„Jónskirkja í Vík á land allt að Seli, landsælding og selalátur í Örfirisey, sælding í Akurey, rekann allan á Kirkjusandi, fjórðung reka móts við Nes, Engey og Laugarnes utan Seltjörn og Laugarlæk. Víkurholt með skóg og selstöðu.“
Jónskirkja í Vík er undanfari Dómkirkjunnar í Reykjavík og það getur verið að örnefnið Kirkjusandur sé kennt við Jónskirkju fremur en kirkjuna í Laugarnesi. Á þessum tíma hafa landkostir og nytjar verið öðruvísi en núna, það hefur verið selalátur í Örfirisey og orðin sældingur og landsældingur tákna land, sem tekur eitt sáld, þ.e. um 100 kg útsæðiskorns. Það hefur því verið kornyrkja í eyjunum Akurey og Örfirisey við Reykjavík. Víkurholt er talið annað hvort Skólavörðuholtið eða Öskjuhlíðin.

Heimild:
Saga Dómkirkjunnar

Myndverk Jóhanns Bríems í Laugarnesskóla

.flickr-photo { border: solid 2px #000000; }.flickr-yourcomment { }.flickr-frame { text-align: left; padding: 3px; }.flickr-caption { font-size: 0.8em; margin-top: 0px; }


xIMG_0099, Salvor setti inn þessa mynd.

Jóhann Bríem listmálari var lengi teiknikennari við Laugarnesskólann. Haustið 1944 réð borgarstjóri Bjarni Benediktsson Jóhann til að skreyta forsal skólans með
veggmyndum. Jóhann var nokkur ár að mála myndirnar og eru sumar þeirra af börnum að leik í Laugarnesi

Sveitabúskapur í Laugarnesi

.flickr-photo { border: solid 2px #000000; }.flickr-yourcomment { }.flickr-frame { text-align: left; padding: 3px; }.flickr-caption { font-size: 0.8em; margin-top: 0px; }


xIMG_0157, Salvor setti inn þessa mynd.

Síðasti bóndinn í Laugarneshverfinu var Sigurður Ólafsson söngvari. Bærinn hans var í daglegu tali kenndur við hann og kallaður hjá Sigga Óla. Þuríður dóttir hans skrifaði þessa frásögn um Tjörulömbin í skólablað Laugarnesskólans.

Það kemur fram í frásögninni hvernig hverfið breytist og erfiðara verður með búskap það.

Laugarnesskóli í maí 2006


xlaugarnesskoli-mai2006-samsett
Salvor setti þessa mynd inn.

Mikil afmælishátíð var haldin í Laugarnesskóla í maí 2006 en skólinn á 70 ára afmæli. Laugarnesskóli er grunnskóli í Reykjavík. Skólinn stendur við Kirkjuteig. Það er kennt í mörgum færanlegum kennslustofum en nú er nýbygging í smíðum.

Laugarneshverfi skipulagt 1954

laugarneshverfi-skipulag
Þann 16. janúar 1954 birtist í Morgunblaðinu grein um skipulagsmál í Reykjavík. Það fylgir með greininni skipulagsuppdráttur af efri hluta Laugarneshverfis sem þá er óbyggður þ.e. fjölbýlishúsum við Laugarnesveg og Kleppsveg og húsin á Lækjunum.
Í greininni stendur þetta um Laugarneshverfið:

„Til upplýsingar umskipulagningu einstaks hverfis, má nefna Laugarneshverfið. Á sínum tíma var það hverfi skipulagt og byggt að hálfu, en nú hefur hinn hlutinn verið skipulagður og fylgir mynd af honum með þessari grein.Þar eru skipulagðar götur, leikvellir og lóðir, ýmist fyrirfjölbýlishús eða smærri hús, einlyft eða tvílyft. Í miðju hverfinu er gert ráð fyrir allstóru hverfi, sem verði verzlunarhverfi eða eins konar „miðbær“ svæðisins. Auk aðalverzlunarsvæðisins er svo gert ráð fyrir smærri verzlunum á víð og dreif, þar sem húsmæður geti keypt daglegar nauðsynjar á einum stað. Síðan er gert ráð fyrir opinberum byggingum, svo sem barnaskóla, en hugsað er, að sá barnaskóli, sem nú er, verði gagnfræðaskóli fyrir nokkuð stærra svæði. Síðan er hugsað fyrir leikvöllum og leikskóla og fleiru, sem er til almenningsnota.Kirkja er þegar byggð á eldri hluta svæðisins. Í næsta námunda við hverfið kemur svo hið opna íþróttasvæði í Laugardalnum, leikvangur,sundlaug o.fl.“

Á árum eftir 1954 verður seinni hluti Laugarneshverfisins helsta nýbyggingarsvæðið og úthverfið í Reykjavík, svona eins og Grafarholtið er í dag. Ungt barnafólk í Reykjavík reyndi hvað það gat að koma sér upp íbúð því húsnæðisskortur var mikill. Foreldrar mínir voru í þeim hópi og fluttu í nýbyggða íbúð á Laugarnesveg 100 í kringum 1958. Sú blokk var alltaf kölluð Gula blokkin og næsta blokk fyrir ofan var kölluð Græna blokkin. Blokkin fyrir neðan var steinuð og var ekki kennd við lit, hún var alltaf kölluð Kommablokkin.

Bruni í SundahöfnEldur hefur logað frá því klukkan tíu í gær í Sundahöfn. Sótsvartur og eitraður reykjarmökkur hefur lagst yfir Reykjavík og sex hundruð íbúar við Kleppsveg og ofanverðan Laugarnesveg þurftu að yfirgefa heimili sín. Ég fór inn í Sundahöfn í gær.

Hér eru vídeómyndir sem ég tók:

http://www.asta.is/sundahofn.htm

Flickr myndir