Laugarneshverfi skipulagt 1954

laugarneshverfi-skipulag
Þann 16. janúar 1954 birtist í Morgunblaðinu grein um skipulagsmál í Reykjavík. Það fylgir með greininni skipulagsuppdráttur af efri hluta Laugarneshverfis sem þá er óbyggður þ.e. fjölbýlishúsum við Laugarnesveg og Kleppsveg og húsin á Lækjunum.
Í greininni stendur þetta um Laugarneshverfið:

„Til upplýsingar umskipulagningu einstaks hverfis, má nefna Laugarneshverfið. Á sínum tíma var það hverfi skipulagt og byggt að hálfu, en nú hefur hinn hlutinn verið skipulagður og fylgir mynd af honum með þessari grein.Þar eru skipulagðar götur, leikvellir og lóðir, ýmist fyrirfjölbýlishús eða smærri hús, einlyft eða tvílyft. Í miðju hverfinu er gert ráð fyrir allstóru hverfi, sem verði verzlunarhverfi eða eins konar „miðbær“ svæðisins. Auk aðalverzlunarsvæðisins er svo gert ráð fyrir smærri verzlunum á víð og dreif, þar sem húsmæður geti keypt daglegar nauðsynjar á einum stað. Síðan er gert ráð fyrir opinberum byggingum, svo sem barnaskóla, en hugsað er, að sá barnaskóli, sem nú er, verði gagnfræðaskóli fyrir nokkuð stærra svæði. Síðan er hugsað fyrir leikvöllum og leikskóla og fleiru, sem er til almenningsnota.Kirkja er þegar byggð á eldri hluta svæðisins. Í næsta námunda við hverfið kemur svo hið opna íþróttasvæði í Laugardalnum, leikvangur,sundlaug o.fl.“

Á árum eftir 1954 verður seinni hluti Laugarneshverfisins helsta nýbyggingarsvæðið og úthverfið í Reykjavík, svona eins og Grafarholtið er í dag. Ungt barnafólk í Reykjavík reyndi hvað það gat að koma sér upp íbúð því húsnæðisskortur var mikill. Foreldrar mínir voru í þeim hópi og fluttu í nýbyggða íbúð á Laugarnesveg 100 í kringum 1958. Sú blokk var alltaf kölluð Gula blokkin og næsta blokk fyrir ofan var kölluð Græna blokkin. Blokkin fyrir neðan var steinuð og var ekki kennd við lit, hún var alltaf kölluð Kommablokkin.

Auglýsingar

About Salvör Kristjana

I am an educator from Iceland

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

Flickr myndir

%d bloggurum líkar þetta: