Hver átti rekann á Kirkjusandi?

Í Oddgeirsmáldaga frá árinu 1379 segir m.a.:
„Jónskirkja í Vík á land allt að Seli, landsælding og selalátur í Örfirisey, sælding í Akurey, rekann allan á Kirkjusandi, fjórðung reka móts við Nes, Engey og Laugarnes utan Seltjörn og Laugarlæk. Víkurholt með skóg og selstöðu.“
Jónskirkja í Vík er undanfari Dómkirkjunnar í Reykjavík og það getur verið að örnefnið Kirkjusandur sé kennt við Jónskirkju fremur en kirkjuna í Laugarnesi. Á þessum tíma hafa landkostir og nytjar verið öðruvísi en núna, það hefur verið selalátur í Örfirisey og orðin sældingur og landsældingur tákna land, sem tekur eitt sáld, þ.e. um 100 kg útsæðiskorns. Það hefur því verið kornyrkja í eyjunum Akurey og Örfirisey við Reykjavík. Víkurholt er talið annað hvort Skólavörðuholtið eða Öskjuhlíðin.

Heimild:
Saga Dómkirkjunnar

Auglýsingar

About Salvör Kristjana

I am an educator from Iceland

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

Flickr myndir

%d bloggurum líkar þetta: